Allar Star Trek seríurnar eru þess virði að horfa á og þar sérstaklega original, ég er búinn að horfa á alla original þættina mörgum sinnum.
DS9 og Voyager eru mjög góðar seríur og þær eru í rauninni með meiri stefnu og dýpt en hinar ef maður fýlar það, persónulega er ég mest fyrir TOS og TNG aðallega vegna grunn-conceptinu að þeir séu á þessu risageimskipi sem snýst út á leiðangur, DS9 og VOY snúast meira um dramatísk og persónuleg átök en oft eru báðar seríurnar með miklum hasar.
Mig langar bara svona að skjóta inní undrun minni á því hversu margir hérna á huga virðast finnast Enterprise þættirnir bestir… að mínu mati eru þeir slakastir vegna slapps leiks, ófrumlegum og notuðum hugmyndum og síðast en ekki síst villum sem voru gerðar voru í þeim sem skarast meira á við samfelldu söguna en nokkur önnur sería eða bíómynd gerði.(Ég segi nú samt ekki að ég hafi ekki notið þess að horfa á Enterprise en ég á erfitt með að trúa að þeir sem hafa horft á þetta allt meti Enterprise bestu Star Trek seríuna.)
En já, ég mæli vel með báðum seriunum, Deep Space 9 og Voyager.