Það kannast væntanlega flestir við svonefnd “Nígeríusvindl”, þar sem fólk fær útúr-furðuleg meil þar sem lofað er gulli & grænum skógum fyrir afnot af banka- eða kreditkortaupplýsingum viðtakanda.
Það er fyrir löngu orðið sport (hjá þeim sem nenna) að standa í löngum bréfaskiptum við svindlarana og sjá hversu langt er hægt að komast með að draga þá sundur & saman í háði, áður en þeir loksins fatta það og gefast upp.
Allavega, Trekkarar hafa örugglega gaman að þessu: http://www.scamorama.com/picard_usoro.html
_______________________