Já var akkúrat að hugsa um að senda inn kork um þetta um daginn.
Sjálfur er ég að lesa:
Star Wars:Knights of the Old Republic það eru , búinn að klára
Clone Wars seríuna, síðan er eiginlega svona framhald af því…komið eitt eintak minnir mig, serían heitir
Star Wars:Dark Times og að lokum eru svo
Star Wars:Legacy.Það eru líka sögur sem heita
Star Wars:Tales en þær eru bara margar sögur pakkað inn í eitt stórt og þykkt myndasögublað, sumar góðar og vel gerðar aðrar verri. Ég ætla ekki að lýsa þeim nánar.
KOTOR serían fjallar um tímabilið ca. 4000 árum fyrir Battle of Yavin, þar sem Mandalorianir eru að ráðast á Lýðveldið. Sagan fylgir ungum Jedi berjast í gegnum lygar og svik og hittir ýmsa skemmtilega karaktera á leiðinni.
Clone Wars er eiginlega bara eins og nafnið bendir til, klónastríðið á milli CIS og Lýðveldisins. Persónan sem að maður fylgir mest er Jedi Master Quinlan Vos.
Dark Times gerist eftir Order 66, og segir hún frá hvað þeir Jedi sem lifðu af (þeir sem maður aldrei heyrði af í myndunum IV, V og VI) og hvað þeir taka til stafns eftir að leggja vegi Jedi að baki.
Legacy fylgir Cade Skywalker, afkomanda Luke Skywalker, þar sem hann berst við sína innri djöfla og við að lifa af, á meðan spennan á milli hinns klofna Keisaraveldis eykst.
Þær eru allar gefnar út af Darkhorse
www.darkhorse.com en ég keypti allar mínar í Nexus.
Ef þú veist um einhverjar sem að ég er ekki búinn að telja upp og eru góðar endilega láttu mig vita.
Bætt við 6. maí 2008 - 19:51 Óh og já ég mæli með þeim öllum:D (nema kannski Tales, það fer eftir smekk, samt sumt gott þar)