Einn frægasti og áhrifamesti SciFi höfundur allra tíma, Arthur C. Clarke, lést 19. mars síðastliðinn.

Frægastur varð hann auðvitað fyrir 2001: A Space Odyssey, en að auki skrifaði hann fjölmargar fleiri merkilegar bækur, t.d. Childhood's End og Rendezvous with Rama. Bækur sem höfðu mikil áhrif á allan vísindaskáldskap sem á eftir kom, áhrif sem gætir enn í dag.

Hann var af mörgum talinn einn af “The Big Three” í 20. aldar SciFi, ásamt góðvinum sínum Isaac Asimov og Robert A. Heinlein, sem báðir létust á ofanverðri öldinni.

Mig langar síðar (þegar ég hef tíma til) að skrifa eitthvað ítarlegar um Clarke og hans merkilega ævistarf. En í millitíðinni þótti mér vel við hæfi að minnast hans hér með nokkrum orðum. Sá síðasti af risunum þremur fallinn frá :(
_______________________