Það væri svo mikið betra að hafa bara Star Wars áhugamál, með sér korkum fyrir myndasögu-, bóka-, sjónvarpsefnis-, tölvuleikja- og kvikmyndaþráðum. Persónulega kem ég aldrei hingað þar sem Star Wars er eina sci-fiið sem ég fíla og er þess vegna lítið að pæla í þessu áhugamáli. Og ég er ekki eini Star Wars aðdáandinn sem ég þekki sem kemur ekki hingað inn.Er enginn sammála mér um að það væri einhvernvegin meira… freistandi að senda inn efni á sér Star Wars áhugamáli?
Ég held að þetta myndi virka betur sem sér áhugamál...
Ég minntist eitthvað á þetta annarsstaðar en ákvað að gera kork þar sem… spamm er jú, greinilega ekki vandamál hérna ákvað ég að gera bara þráð líka.