Bara að taka það fram að ég var búinn að skrifa heillanga ritgerð hérna áður en ég ýtti á backspace takkann sem virkaði eins og “Back” takkinn í vafranum fyrir einhverjum ástæðunm og ég missti allt sem ég var búinn að skrifa.
Sem þýðir, að ég gæti verið að gleyma einhverjum atriðum sem ég var kominn með áður, það er að segja hugmyndum. En hinsvegar gæti ég verið kominn með aðrar hugmyndir og kannski betri leið til að lýsa þeim, sem og uppsetningu á þessu.
Vara ykkur við líka, þetta gæti orðið dágóður lestur svo að ég er að husga um að setja punkta annað hvort hérna efst eftir að ég er búinn að skrifa niður hugmyndirnar, eða þá neðst.Já, það er satt að þetta áhugamál er ekki beint virkt í augnablikinu og er ekki búið að vera neitt voða virkt síðan í sumar ef ég man rétt. En ég trúi að þetta áhugamál eigi eftir að rísa aftur.
Þá er spurning um að koma upp “auglýsingu” hérna á huga t.d. eins og maður sér á hverju áhugamáli til vinstri.
Og í leiðinni væri eflaust hægt að breyta aðeins til.
Þá væri til dæmis hægt að breyta til aðeins með korkana.
Sameina til dæmis Star Wars og Star Trek í einn korka dálk, kannski sameina Stargate og Battlestar Galactica jafnvel líka en það eru víst heitustu Sci-Fi þáttirnir hér á landi í augnablikinu, ekki satt?
Svo væri hægt að hafa tvo til þrjá aðra dálka sem væru “Sci-Fi Þættir” og “Sci-Fi Bíómyndir” (veit að það er til hérna á huga, Kvikmyndir, en það er ekkert að því að hafa smá bíómynda hluta hérna þrátt fyrir að þetta sé undir Sjónvarpsefni) og þá er ég að tala um myndir eins og Aeon Flux, Star Wars myndirnar, Star Trek myndirnar, Stargate myndirnar, War of the Worlds og fleiri í þeim dúr. Tja, kannski ekki War of the Worlds, en jú, samt.
Svo væri það auðvitað “Sci-Fi Annað”, en þar væri hægt að tala um aðra Sci-Fi tengda hluti sem eiga ekki við í hinum dálkunum, eins og Sci-Fi leikir (varla Half-Life serían þar sem að hún er með sitt eigið pláss hér á Huga, sem og aðrir leikir), en þá væri hægt að nefna Star Wars leikina að minnsta kosti.
Kannski samt ágætt að halda leikjunum fyrir utan þetta áhugamál og senda það áfram á /leikir?
Svo á meðan ég man finnst mér þetta vera doldið Star Trekkað áhugamál, tja ekkert skrítið samt sem áður þar sem að ef ég man rétt var þetta að mestu bara Star Trek áhugamál.
En þá er ég með hugmynd, sem kannski sumir væru doldið á móti en ég reyni á það samt.
Ég sé hérna kubb sem heitir “Hvað merkja búningar í Star Trek?” og hugsa, afhverju ekki að hafa kubb sem er með tengla á aðra kubba sem innihalda fleiri upplýsingar um fleiri hluti tengdu Star Trek, og öðrum þáttum.
Jú, þá vantar einhvern til þess að íslensku þýða eflaust og svo framvegis, og eru alveg hinir og þessir héðan og þaðan sem kannski vilja glaðir taka að sér að þýða upplýsingar og svona úr uppáhalds þættinum sýnum. Ég til dæmis myndi glaður setjast niður við þýðingar af Firefly og skrifa um þann þátt hægt og rólega.
Bara til að bæta við þeta, þá sé ég upplýsingar um sitthvort Star Trek skipið, þá væri hægt að tengja það í upplýsingar kubbinn, undir Star Trek (sem væri með vonandi fleirum upplýsingum um og úr þáttunum) og þá væri kominn smá íslenskur gagnagrunnur með upplýsingum úr þáttum.
Fréttir frá TrekToday.com, ekki leiðinlegt að sjá þetta þótt að ég er ekki mikill Trekkari í mér. Get horft á þættina, en persónulega finnst mér þeir ekkert “awesome”, en það er auðvitað mitt álit. En hinsvegar, þá finnst mér þetta nokkuð skemmtilegur kubbur sérstaklega þar sem að það eru fréttir þarna frekar reglulegar (daglegar og stundum nokkrar á dag við fyrstu sýn allavega).
Svo að, ekkert að þeim kubbi finnst mér.
En svo eru það tenglarnir. Þar væri hægt að þjappa smá saman eins og Trek dálkunum. Halda kannski “Trek Fréttir” sér, og blanda hinum þrem saman.
Og svo væri það bara “Annað Sci-Fi” og “Star Wars” eins og það er.
* Breyta smá til til korkunum?
* Koma Sci-Fi bíómyndum inn í áhugamálið?
* Búa til upplýsingar kubb fyrir þá þætti sem gerðar/þýddar eru upplýsingar um?
* Breyta smá til með tenglana?
* Eitthvað fleira?
Well, eins og ég sagði ofar þá gæti ég eflaust verið að gleyma einhverjum hugmyndum sem ég var kominn með þegar ég skrifaði þetta fyrst. En gæti hafa komið öðrum/fleirum hugmyndum á framfæri í staðinn.
Rétt að taka það fram að þetta eru bara hugmyndir (og skoðanir kannski frá mér) sem væru kannski möguleiki, og það ber ekkert að taka þeim alvarlega upp á líf og dauða.
Væri alveg gaman að heyra hvað fólki finnst um þetta og svona. Benda á ranga hluti sem og rétta, sem og aðrar leiðir.
Vona að það sé ekki dauðadómur að lesa þetta, ágætis ritgerð svosem.
En ætla að stoppa þetta áður en ég segi eitthvað meira, á þessum punkti.