ja, svona ef ég á að tjá mig um þetta að einhverju leiti þá myndi ég segja um þættina
Broken Bow - Sterk byrjun sem mikið er lagt í og leikaragrúppan nær vel saman. Gefið mikið í skyn að það verði í gangi saga í seríunni um Temporal Cold War og flottan óvin.
Fight or Flight - ágætis filler, svolítið barnalegar myndlíkingar [slugginn og Hoshi], sæmilegar tilraunir til að nýta sér að það eigi ekki að vera universal translator. Hvar er Temporal Cold War
Strange New World - Karakter þáttur, frekar þreytt startrek uppstilling á persónum, þ.e. að þær verði “ölvaðar” í byrjun á seríu og kynnast hvorri annari betur….. sjá Naked Now, Naked Time og einn ds9 þátt sem ég man ekki hvað heitir. Gaman að þessum hellum.
Svolítil mótsögn í gangi með hversu hættulegur transporterinn er í raun og veru, þar sem ekki var grundvöllur fyrir því að nota hann, miðað við hversu “óstöðugur” hann eigi að vera. Hvar er Temporal Cold War
Unexpected - svolítið merki um hvað þessi sería eigi að eftir að vera með einfaldari plottum en fyrri, þ.e. karlmannsólétta. B&B geta ekki haldið sig frá holodeckinu þrátt fyrir að þráðurinn hafi ekki krafist hans. Þrátt fyrir fyrri ummæli b&b þá er einhvers konar Translator í gangi, er það þessi universal?, og ef svo til hvers er Hoshi?. Klingonarnir eru orðnir kettlingar sem vúlkönskum kvennmanni tekst að tala til. Hvar er Temporal Cold War
Terra Nova - Ekki lítur þetta vel út. Þátturinn nánast endurskrifaður Voyager þáttur sem hét Friendship One. Gaman að þessum hellum. Jú og hrikaleg star trek klisja lætur sjá sig aftur. [þegar archer og höfðingin þurfa að treysta hvorum öðrum til að bjarga þriðja aðilla]
Reyndar er þetta líka endurskrifaður gamall Tos þáttur sem hét The Children Shall lead held ég. Hvar er Temporal Cold War
The Andorian Incident - Munkaklaustrið er flott. Gaman að sjá Andorians, bíddu nú við er þetta ekki hann jeffery combs…. að leika nákvæmlega sömu persónuna aftur og aftur [bara með mismunandi meikup]. Eitthvað er fátæklegt leikaraúrvalið í bandaríkjunum.
Eftir 30 ár af star trek og vúlkunum fáum við að vita það að vúlkunum finnst vera vond lykt af mönnum…. OG það fer í taugarnar á þeim.
Og við fáum að kynnast nýjum vúlkunum, þessir eru hrokafullir og lygnir og svikulir…..
Eitthvað segir mér að Berman hafi ruglast á Vúlkunum og Romulans. Hvar er Temporal Cold War
Breaking the Ice - Þetta er svona worst of star trek. Þegar mid-season veikin kemur, þá koma svona fillerar upp. Svona klassísk A-saga / B-saga, en því miður er hvorug þeirra fyrir hið minnsta áhugaverð, nema fyrir það að ég er alltaf að bíða eftir öðru gel atriði. Greinilega búið að leggja Pon Far af og í staðinn fáum við “indverska brúðkaupshefð”. Fyrsti þátturinn sem B&B skrifa ekki og það sést sko. Því að þetta minnir mig bara á slöppustu Voyager þættina.
Ég skora á ykkur. Horfið á þáttinn og skiptiði út:
Archer fyrir Janeway,
T'pol fyrir 7 of 9.
Phlox fyrir Neelix.
Mayweather fyrir Paris
Ofan á þetta fáum við annan hrokafullan og hrútleiðinlegan Vúlkana, sem væri svosem allt í lagi, nema hvað að Archer minnist ekki einu orði á atburðina úr Andorian Incedent við T'pol, en fær nóg af tækifærum. Meira að segja eitt þar sem hann rifjar upp annað atvik þar sem Vúlkanarnir hafa verið grunsamlegir.
Og við fáum að vita það loksins að Universal Translator er þarna í þáttunum, þrátt fyrir yfirlýsingar að hann yrði ekki, hann bara svona stundum virkar ekki, en stundum þrælvel. Fer bara eftir því hvort að þau séu búin að hitta viðkomandi áður og forrita málið hans í hann…… en bíddu hvað þá með unexpected, þar hittu þau race sem talaði flotta ensku … [uss það má ekki gagnrýna star trek]
Ég er farinn að halda að Temporal Cold War hafi verið eitthvað grín. kannski þýðir temporal cold war það að þeir geta fleygt þessu plotti í pottin nákvæmlega þegar þeim sýnist.
Bjóst ég við miklu af B&B?
Engu skrautlegu miðað við Voyager
Bjóst ég við því að þeir yrðu hálf latir í fyrsta seasoni og færu að endurvinna jafn mikið af þreyttum klisjum?
Alls ekki eftir að ég sá Broken Bow
Bjóst ég við því að fanboys myndu klappa eins og vel þjálfaðir selir….?
Jú, ég bjóst svo sem við því, þar sem að það virðist ganga að setja nýja leikara fyrir framan myndavélarnar leikandi sömu persónurnar með sömu sögurnar, svo framarlega að brjóstgóð kona sé með í kaupbæti….
Hef ég gaman að Enterprise?
Þokkalega, þrátt fyrir alla galla sína er ég ennþá að glápa á þetta…. segir kannski eitthvað litla fanboyinn í mér sem er ekki ennþá dauður
En þótt ég hafi gaman að þessu þá þýðir það ekki að það megi ekki gagnrýna neitt á heilbrigðan hátt.
Það vill nefnilega stundum brenna við með ákveðna fanboys, þeir líta stundum á þetta sjónvarpsefni sem barnið sitt… og mega aldrei sjá annað en það besta…. flestir góðir foreldrar vita þó að aldrei verður neitt úr svoleiðis uppöldum krökkum….
með myndmálið í botni sko :)<br><br>p.s. ég mæli lög