Já! Meira blóð! Meiri heilalausa vitleysu sem gengur í hvaða tvífætling sem er! Meira aksjón, því það er það eina sem hvort sem er framleitt er í vísindaskáldskap í dag! Niður með fjölbreytnina! Breytum Star Trek nú endanlega í enn eina tölvuleikjasápuna! Deyji hugsjónin! Deyji andagift! Lifi aksjón! Meira aksjón! Því það er það eina sem heldur einbeitningu athyglissljórra huga vorra! Vísindaskáldskapur var aldrei hugsaður sem vettvangur fyrir ríni í mannssálina, heldur eingöngu sem sögusvið þar sem hægt er að framleiða stærri byssur en í nútímanum! Hver þarf á hugsun eða jafnvel tilfinningum að halda þegar hann hefur aksjón! Hraðar! Meira! Oftar! Þangað til allt að lokum fellur í einu allsherjar blóðbaði, og frumstæðum físnum okkar er slökkt í deyjandi báli þess sem einu sinni var góð hugmynd, en dó með kynslóð blóðþyrstu barnanna sem alin voru upp af Duke Nukem og frú.