Þessi korkur er ekki ætlaður til þess að stofna rifrildi heldur til þess að benda á þetta sem ég las hjá Vísir.

Þar kemur fram að í tímaritinu SFX var myndin Serenity kosin besta vísindaskáldsögumynd allra tíma og alls tóku þrjúþúsund manns þátt í könnuninni.


Joss Whedon
Það er dálítið við vísindaskáldskap sem heillar mig mikið og mér finnst hafa vantað undanfarið, þ.e. þetta raunsæi. Hvernig það væri raunverulega að vera hluti af litlum hópi um borð í litlu geimskipi.

Í öðru sæti í könnuninni hjá SFX lenti sígilda stjörnustríðsmyndin Star Wars og þar á eftir samkvæmt Vísir.is komu Blade Runner, Planet of the Apes og The Matrix.

Ég verð að segja það að Serenity skuli vera kosin besta vísindarskáldsögumyndin allra tíma sé stórsigur fyrir unnendur Firefly þáttanna og bíómyndarinnar Serenity og myndin á svo sannarlega skilið að eiga heima á toppnum.

Ég get varla lýst ánægju minni á þessari frétt þar sem ég hreinlega elska þættina, svo að ég ætla að stoppa mig af hérna og leyfa ykkur að skrifa ykkar skoðun.