Ég verð að segja að mín skoðun er að það sé nóg að byrja á Seríu 1, og fara svo eftir öllu í réttri röð og fylgjast með bara. Sökkva sér inn í þetta, þá nær maður þessu smátt og smátt.
Pólitíkin er að mínu mati stórt hlutverk í þættinum þar sem allskonar ákvarðanir þarf að taka í kringum ýmsa hluti og undir allskonar aðstæðum.
Get varla ýmindað mér Battlestar Galactica án pólitíkunnar.
Þar sem þið eruð að tala um míniseríur er ég að velta því fyrir mér hvort það séu ekki tveir partar, eða það er að segja 2x700~ Mb fælar -eða einn fæll sem er 1,37~ Gb (Pilot)?
Eða eru það nokkrir þættir sem gerist áður en borgin verður undir árás?
Allavega, mæli með að byrja á byrjun ef það á að ná söguþræðinum almennilega og fatta hvað þetta fjallar um, og jú, hvað gerðist svo þetta endaði svona.
———
Sería 1: 13 þættir ekki satt? (Án þess að reikna með pilot'inn með).
Sería 2: 20 þættir ef ég man rétt?
Sería 3: Í vinnslu, eða bara eftir að klára sýna flest alla þættina (úti)?
———
Endilega leiðrétta mig ef ég hef rangt fyrir mér.