ég mætti á svæðið á Föstudagskvöldið. Var mættur rétt fyrir kl. 21 og náði að tryggja mér sæti, frekar aftarlega, vildi ekki vera framarlega.
Svo kom hann stuttu seinna inn, var í 40-50 mín að svara spurningum almennt. Flestar spurningarnar voru um Star Trek Voyager & hvernig ætti að snúa sér í að skrifa handrit og svolleiðis…
Ég kom allavega minni spurningu á framfæri í sambandi við Kes og af hverju það var losað sig við hana..
“To bring in the babe !” svaraði Braga, augljóslega verið að tala um Seven. Honum fannst að það hefði ekki verið hægt að gera meira fyrir karakterinn.
Og smá trivia að dýrasti Trek þátturinn ever var “The Killing Game”.
Allavega ég var sáttur með kvöldið, fékk eignhandaráritun hjá honum, lýsti því yfir að Season 5 væri mitt uppáhalds, og svaraði hann því að honum þætti það líka.
Mér finnst að maður ætti að fá meira af svona fólki hingað á frón.
Hverning væri að fá Kate Mulgrew, Patrick Stewart, Ronald D. Moore eða einhverja aðra hingað. Svona vantar hér á landi. Maður á ekki að þurfa að fara til útlanda til að upplifa svona. Ég gerði það fyrir 2 árum þegar ég fór til London og var þar í 2 daga.
Meðal gesta á þessu convention voru Billy Boyd (Pippin úr LOTR), David Palfy (Anubis í SG-1), Dominic Keating (Malcolm Reed úr ENT), Dean Haglund (Langly úr XFiles) og Kristen Dalton (The Dead Zone). Ég var svo heppin að geta snætt hádegisverð með Kristen Dalton á meðan þetta var í gangi. Á líka mynd af mér með henni, svo mynd af mér og Dominic Keating.
Gaman, Gaman !
kveðja Mallory
“Space, the final frontier….”