Var núna um daginn að leigja fyrstu Andromdeu spóluna hjá þeim í Nexus og verð að segja að mér líst ágætlega á þetta. Er reyndar bara búin að sjá þessa fyrstu þrjá þætti en það sem ég sá var munn betra en sumt af því sem maður hefur fengið frá Star Trek upp á síðkastið.
Ég nýtt þess reyndar að hafa ekki horft á Hercules mikið og það sem ég hef séð af því var fyrir löngu. Þökk sé þessu ósmitaða áliti mínu á Sorbo þá get ég tekið hann í öðru hlutverki en Hercules. Leikur hans í Andromedu er svosem engin klassa leikur en hann á eflaust eftir að finna persónu sína betur þegar á líður(ekki það að hann hafi leikið ílla heldur bara ekkert sérstaklega vel leikið). Ég er reyndar ekki viss með hinar persónurnar, fannst sumar af þeim vera ekki alveg nógu góðar, einkum er það einn af þeim sem fer í taugarnar á mér.
Sagan og hugmyndinn sem hún byggir á getur orðið mjög góð en það fer allt eftir því hvernig höfundar munni þróa hana en ég geri mér vonir um að það verði meir um áhrif milli þátta en er að finna í ST.
Held að ég muni halda áfram að leigja þessar spólur, allavegana svo lengi sem að þeir fara ekki að taka upp ST viðhorf sem eru orðin dálítið þreytt.