Ég er nú ekki viss um að allir yrðu sammála þér um að Sheridan “drottni yfir” öllum hinum. Þetta er smekksatriði eins og svo margt annað.
G'Kar er um margt áhugaverð persóna. Hann breytist gífurlega í gegnum þættina enda gengur hann í gegnum ýmislegt. Er að mörgu leiti “besta” persónan út frá sjónarhóli persónusköpunnar.
Lando er alltaf skemmtilegur og jafnframt sorglegur. Sjaldgæft að þetta tvennt eigi við sömu persónuna.
Garibaldi er einnig firna sterkur character. “The loveable rouge” en samt alltaf tryggur. Maður grét næstum yfir þessu sem kom fyrir hann í S4. Og ekki er verra að hann hefur plakkat af Daffy Duck yfir rúminu sínu.
Svo er það Susan Ivanova. Óvenjulegt að sjá svona góða kvennpersóni yfir höfuð hvað þá í sci-fi þætti (sér í lagi “i den”). Eldmóður og kolsvartur húmor gerir hana að frábærum karakter og er sennilega mitt uppáhald.
John Sheridan: “Are you trying to cheer me up?”
Susan Ivanova: “No sir, wouldn't dream of it.”
John Sheridan: “Good, I hate being cheered up.”
Susan Ivanova: “In that case we're all going to die slow, agonizing deaths.”
John Sheridan: “Thank you, I feel so much better now.”
Frábær sena :)
Svo má ekki gleyma illmennunum Mr. Morden og Mr. Bester. Það er skuggalegt hvað JMS getur látið titilinn Mister hljóma óhugnarlega :) Þessir tveir eru einhverjir æðislegustu óþokkar sem nokkru sinni hafa komið á sjónvarpsskjáinn.