Eitt sem ég var að pæla, í KOTOR sjáum við að Jedi er skipt í Consular, Sentinel og Guardian, og þeir eru með mismunandi litakristalla í sverðunum sínum (Cons.: Grænt, Sent.: Gult, Guard.: Blátt)

Fyrst hélt ég að þetta væri bara í leiknum, til þess að hafa einhvers konar mismunandi Jedi.

En svo þegar ég horfi á myndirnar finnst mér eins og þeim sé raunverulega skipt svona, eða einhvern veginn svipað.

T.d. finnst mér Mace Windu vera mjög Guardian-legur, Yoda Consular (reyndar líka guardian, en hann gæti hafa fengið svoleiðis þjálfun líka), Qui-Gon Consular, Obi-Wan Guardian og Anakin Guardian.

Er eitthvað til í þessu hjá mér?
Autobots, roll out.