Sá orðrómur hefur borist mér að Sci-Fi hyggist sýna nýju B5 sjónvarpsmyndina 01/02/2002. (Sem ég geri fastlega ráð fyrir að sé 2. janúar 2002 þar sem þessi orðrómur er af amerískum uppruna).
Það voru ekki vinsældir Crusade sem urðu til þess að serían var felld niður. Áhorfið á seríuna var vel ásættanlegt. Það sem var að var að TNT ákvað að draga í land með almenna fjármögnun til Sci-fi og þeir vildu hafa of mikil ítök í handritsmálum, enda voru þeir þættir sem JMS skrifaði og fékk að framleiða í friði algjört brill en hitt crap-ið má skrifa nánast eingögnu á TNT. TNT vildi hafa þættina meira stand-alone, svona svipað og ST þættina.
Ég veit alveg hvernig TNT fór með Crusade en það breytir engu að ég vona að þættirnir verði góðir og fá gott áhorf og verði ekki felldir niður. Bara það að TNT er úr vegi þýðir ekki að þetta er surefire win og verði ekki felldir niður.
Nei rétt er það. En það ber að hafa í huga að TNT hætti framleiðslu á Crusade ÁÐUR en fyrsti þátturinn fór í loftið!
Sci-Fi er mjög ólíklegt til að gera slíkt. Þeir láta sennilegast vinsældir þáttarins ráða slíkur enda passar B5 vel inní þeirra “prógramming” ólíkt hjá TNT.
Annars kemur ekki í ljós hvort þetta verður að seríu fyrr en eftir að myndin er kominn í loftið. Ef tölurnar verða góðar þá skilst mér að framleiðsla á þáttunum geti hafist í febrúar/mars 2002. En óvíst er hvenær þeir myndu fara í sýningu og ennþá óvissara hvenær þeir bærust hingað til lands.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..