En ólíkt slagorði USAF þá er slagorð Starfleet ekki hræsni. Þú sérð kannski ekki muninn, en Starfleet gerir allt til að reyna að komast hjá vopnuðum átökum, fórna jafnvel miklu til. Ég get ekki séð að Bandaríski flugherinn, fyrst hann var tekinn sem dæmi, geri það.
Það er alveg önnur saga hvað er að verða um Star Trek í dag undir stjórn labbakútana Berman og Braga, og ég ætla ekki að fara út í hana hér, enda málinu óviðkomandi. Það sem við (ég) erum að ræða er tilgangur Starfleet.
Er allt hitt aukadæmi sem þeir gera á friðartímum!? Á hvaða þætti hefurðu verið að horfa? Í hverskonar afneitunarvímu ertu eiginlega? Ég man ekki betur en að t.d. 85% af TNG gerist á friðartímum. Ertu þá að meina að þeir þættir séu bara svona til að varpa ljósi á hvað gerist á milli þess sem Starfleet sinnir sínu raunverulega hlutverki? Bull. Ekki segja mér að þú hafir ekki heyrt sagt í þætti hvert raunverulegt hlutverk Starfleet er…og já, á meðan ég man, horfðu á eitthvað annað en DS9.
Þetta með skipulag tignkerfisins sannar eitt og sér ekkert. Það er mörg friðsamleg kerfi með skýran valdapíramída, og í raun og veru er það svo að hvar þar sem mikilvægt er að stór hópur vinni snuðrulaust saman er hann til staðar. Meira að segja áhafnir kaupskipa nútímans hafa tign og eru bundnir hlýðniskyldu upp að vissu marki. Það er einmitt til nokkuð sem heitir Sjóréttur (Maritime Court) sem er dómsvald sem tekur á slíkum brotum.
Þegar öllu er á botninn hvolft er lokastaðreyndin óhrekjanleg. Star Trek er ætlað að útvarpa friðsamlegum boðskap og uppbyggilegri hugmyndafræði. Ef þú gerir þér ekki grein fyrir því, þá get ég allt eins hætt þessu.
Vargu
Athyglisvert hvernig þessar umræður hafa þróast:)
Vargur, mannstu eftir þáttinum þar sem eitthvað geimskip kom í gegnum tíma-hole, skip þetta átti að farast við að reyna að bjarga klingon skipi og án þess þá hefði aldrei komist á friður milli Fed og klingona? Þegar komið var í þá stöðu þá var Enterprise herskip og fed algjörlega beint í hernað. Það vill bara svo til að að TOS og TNG gerðust á friðar tímum og því voru skipinn notuð í eitthvað annað þar sem ekki var hægt að láta þau sitja og safna rykki milli áttaka.
Ég man svo líka eftir því að þeir skiptu sér af civil war klingonana með því að láta blocked milli landamæra þeirra og Romúla. Það virðist í mínum augum vera hernaðar aðgerð.
Þar sem þú segir að 85% af TNG gerist á friðartímum sannar þá það sem ég er að segja, við höfum aðalega séð frið. When push comes to shove þá er Star fleet alveg til í að berjast. Hitt er annað að hann er ekki vel hannaður og er raun hlægilegur ef þú horfir með of alvarlegum augum á hann, sem ég reyni að gera ekki.
Og með það að gera allt til að forðast vopnup átök þá man ég eftir svipaðari stefnu, hún kallaðist appeasement og Chamberlin nokkur reyndi að beitta henni gegn Hitler og ég held að allir hér vita hvernig það fór allt saman.
Star Fleet gerir alla þessa hluti sem þú segir en er samt her, þeir stunda rannsóknar vinnu en það gerir BNA her líka.
Og svo að lokum er ég dálitið forvitin á að vita hvaða aðrar stofnanir en herinn notar skýrar valdarpýramida? Ég held að þú sért í algjöri afneitun um það hvað Star Fleet er og ert blindaður af eigin pacifist skoðunum.
0
Ég tók dæmi um aðra valdapíramída. Lestu svarið mitt almennilega áður en þú svarar aftur.
Það má vera að þér finnist ég blindaður af eigin friðelskandi skoðunum, en ég skil bara ekki hvernig þetta getur verið svona mikið álitamál. Það þarf ekkert að vera að reyna að túlka þetta fram og til baka. Ef þú kynnir þér bakgrunn Star Trek, lest efni eftir Roddenberry sjálfan, o.s.frv. Þá værir það þú sem værir í afneitun, kysir þú að halda áfram uppi þessarri skoðun þinni.
Vargu
0
ÞAð getur verið að Roddenbery hafi verið friðarsinni en það breyttir því ekki að hann notaði star trek sem spegill á samfélagið einsog það var og þó UFP boði frið eru aðrir kynþættir sem eru herskáir og því verður Starfleet að vera skipulagður sem her til að geta varist árasum annarra herja.
0