Og af hverju er það ? Flæði greina inná áhugamálið til að byrja með var mjög gott, myndir sem sendar inn voru mestallar um Star Wars og ég varð að passa að dreifa þeim fáu sem voru um annað jafnt á milli svo þetta yrði ekki áhugamál aðeins beint að einu Sci-Fi.
Annars tók ég nú ekki eftir miklu lífi í Star Wars áhugamálinu þegar það var uppi, held að þessi sameining hafi verið af hinu góða.
Þvert á móti virðist einn aðalgalli vera við þetta, fólk virðist einfaldlega ekki fatta að Star Wars sé undir Sci-Fi og gæti það útskýrt eitthvað skort á Star Wars efni hingað inn.
En bara verið dugleg að senda inn efni, korka, myndir, greinar, kannanir og bara hvað sem er, allar umræður eru af hinu góða, líka svona umræður.