illmenni2 var að svara röngum þræði, svarið hans á við þráðinn Serenity hérna fyrir ofan.
En til að reyna að svara þanni spurningu:
Aðeins var gerð ein sería af upprunalegu þáttunum en hver þáttur kostaði um eina milljón dollara, ABC hætti með þættina þótt þeir fengu góða dóma og gott áhorf og sumir gruna að það var til þess að ýta undir aðra þætti sem ABC var að sýna Mork & Mindy en þeir þættir fengu hryllilega dóma og var á endanum hætt að framleiða.
Þegar hætt var að framleiða þættina árið 1979 voru gífurleg mótmæli fyrir framan höfuðstöðvar ABC og er jafnvel grunað að það hafi orskaða sjálfsmorð fimmtán ára stráks sem var alveg háður þáttunum.
Árið 1980 komi nýir þættir sem hétu einfaldlega Galactica en þessir þættir áttu að gerast þar sem hinir þættinir hættu, þeir þættir byrjuðu mjög vel en urðu svo ákaflega þunnir sem endaði með því að hætt var að framleiða þættina þegar aðeins 10 höfðu verið gerðir.
Nú er ég samt ekki alveg með á hreinu hvernig þetta miniseries og núverandi seríur eru, ég hef séð miniseries en á eftir að kíkja á hina þættina. Allaveganna veit ég að það var ákveðið að fjölga þáttunum bara útaf gífurlegum vinsældum, auðvitað vilja þeir græða eins mikið af pening og þeir geta.
Vona að þetta svari þér eitthvað.