eins og einhver sagði þá verður að lokum ekkert eftir af manneskjunnin sem þú ert ef þú fetar myrku hliðina.
En ég tel það rangt að maður hafi meiri mátt og sé frjálsari sé maður sith.
Luke notaði máttinn til þess að kyrkja, aðferð sem er oft talinn vera dark side aðferð. Hann átti líka bestu vini sem var ekki vel séð innan reglunnar gömlu. Luke átti einnig eiginkonu og börn ef ég man rétt :/
Mace Windu notaði, samkvæmt grein eins hugara hér um daginn sverðatækni sem oft var talinn dark side aðferð þar sem hún reiddi sig mikið á tilfinningar og reiði. Windu var hins vegar sá eini sem vitað var um sem notaði þessa aðferð en var ekki Sith. Hann hafði næga sjálfstjórn til þess að beita þessari tækni en ekki missa sig. Einnig hefur verið talað um hér að með því að nota myrku hliðina öðlist maður meiri mátt og öfflugri krafta, Jedi-ar geta gert allt það sama og Sith en kjósa að gera það ekki. Þeir telja aðferðirnar vera ósiðlegar eða of hættulegar, sbr. það að skjóta eldingum.
Ég tel það að nota máttinn vera eilífa leit að jafnvægi í gjörðum sínum.
Leit að því að geta elskað en ekki útiloka um heiminn í leiðinni.(Luke)
Leitinna að því að geta reitt sig á tilfinningar sínar en ekki látið þær stjórna sér.
Leit að jafnvægi milli rökhugsunar og tilfinninga.
Qui-Gon jin, Jedi sem talinn var heldur bráður og næstum óáreiðanlegur og því ekki veitt sæti í ráðinu, var sá fyrsti til að öðlast ódauðleika. Hann sagði einnig við Anakin í ep.1 “Feel, dont think, trust your instincts.”