Nú, nóg með það, ég sendi fyrirspurn um daginn á Rúv þar sem ég spurði hvort þeir stefndu á að kaupa inn fjórðu seríu og sýna okkur Íslendingum hana og hvort þeir hefðu stefnt að kaupa fleirri Sci-Fi seríur og jafnvel hvort við gætum fengið aðeins betri tíma fyrir þetta. Núna er liðinn mánuður síðan ég sendi bréfið mitt og er ekki enn búinn að fá svar, er þetta það sem Rúv býður uppá ? Hluti af mínum launum fer í að borga launin hjá starfsmönnum Rúv og svo geta þeir ekki einu sinni haft fyrir því að svara fyrirspurn sem ég sendi inn, þó ekki væri nema með
Ekkert hefur verið ákveðið í þeim málum
eða eitthvað þvíumlíkt.
Finnst þetta bara vera svívirðilegt og til skammar Rúv sem mér hefur alltaf fundist vera heiðvirtasta og besta fyrirtækið í sjónvarpsrekstri þó dagskráin þeirra sé ekki uppá marga fiska.