Já ég er að meina það og þá seinkast þátturinn sjálfur um eina viku. Fyrst gerðist þetta þegar eurovision var, einu sinni eða tvisvar út af kappakstri og alla vega eitt eða tvö skipti út af fótbolta. Það væri eiginlega betra að þessir þættir væru á sunnudögum því þá er eiginlega aldrei svona íþróttavesen sem skemmir fyrir. Alla vega var star trek sunnudagsþáttur fyrir einhverjum árum síðan.
http://www.textavarp.is/209/01.html Hérna er dagskráin fyrir næsta laugardag og ég er alveg viss um að þátturinn sem var sýndur fyrir rúmri viku var ekki lokaþáttur þannig það væri hálf fúlt að vera búinn að fylgjast með allri 3 syrpu og svo bara virðist lokaþátturinn vera horfinn eitthvað.