Ég geng ekki svo langt að kalla nýju Star Wars trilógíuna þá bestu frá upphafi. Það var í raun bara þriðja myndin sem var virkilega góð, hinar voru engin meistaraverk, bara meðalmennska, en góðar þó.
Gamla trilógían verðskuldar hins vegar þennan titil.
Reyndar mætti frekar segja að Star Wars serían sé ein besta sería frá upphafi. Ekki margar seríur síðustu áratugi sem hafa getið af sér svo margar góðar myndir (fyrir utan James Bond). Sex bíómyndir, og allar góðar. Þar af fjögur meistaraverk. Beat that!