Richard Biggs látinn :(
Ég veit ekki… kannski eru þetta “old news” fyrir einhverja hér, en ég var að skoða einhverja B-5 aðdáendasíðu um daginn (minnir að það hafi verið The Lurker's Guide to Babylon 5), og sá þar að Richard Biggs, sem lék Dr. Franklin, lést í fyrra (2004) af heilablóðfalli, 44 ára að aldri. Ég hafði ekki hugmynd um þetta, þannig að þetta er ákveðið sjokk (Dr. Franklin var einn af mínum uppáhalds karakterum). En betra seint en aldrei… megi hann bara hvíla í friði blessaður kallinn. RIP.