Nexusforsýning:
STAR WARS EPISODE III: REVENGE OF THE SITH
Þriðjudaginn 17. maí kl. 20, Laugarásbíói, Sal A
Miðaverð kr. 1500 (veitingar ekki innifaldar)
Ekkert hlé, enginn texti, númeruð sæti að eigin vali.
Miðasala hefst þriðjudaginn 10 maí kl. 12:00, eingöngu í Nexus. Aðeins 300
miðar í boði.
Þetta er Nexus-forsýningin sem beðið er eftir.
Skyldi Lucas takast ætlunarverk sitt að enda nýja þríleikinn með þeim
harmræna hætti sem hann hefur stefnt að?
Nokkrir Nexus-menn eru búnir að sjá hana en þeir eru bundnir þagnareið og
það eina sem má hafa eftir þeim er að þeir séu allir sammála
um að hér sé komin besta myndin af þessum þremur nýju.
Ef þú vilt vita hversu mikið betri þá er ekkert annað en að mæta galvaskur
í Nexus, þriðjudaginn 10 maí og velja þér sæti á fyrstu Nexusforsýningu
sumarsins.
Athugið að sætin eru númeruð og þeir sem mæta fyrstir fá bestu sætin!
Sýning verður í nýuppgerðum A-sal Laugarásbíós. Þar er búið að búa til
aukið hæðarbil milli sætaraða (semi-stadium seating),
skipta út sætum og færa gangana út í vegg, frekar en að hafa sætaraðir upp
við veggina.
Miðinn kostar 1500 kr. og það eru ekki veitingar innifaldar. Það er ekki
hlé á myndinni, frekar en á öðrum Nexusforsýningum, það er enginn texti og
hljóðkerfið verður þanið til hins ýtrasta.
Sýningin er þremur dögum fyrir Íslandsfrumsýningu, það reyndist ekki unnt
að hafa hana fyrr vegna þess að aukin sjóræningjastarfssemi hefur skert
svigrúm til forsýninga á svona stórum myndum.
vonandi hjálpar þetta