Þegar stórt er spurt…
Eitt af því albesta við B5 er að þegar maður er búin að horfa á alla seríuna til enda og fer aftur á byrjun þá sér maður ótal hluti sem fóru framhjá manni áður. Þættir sem við fyrstu sýn (fyrsta áhorf) voru einfaldir og ótengdir stærri heild öðlast allt í einu dýpri meiningu. Undir niðri er ávallt _eitthvað_. Engin þáttur er uppfylling.
Einnig eru það persónurnar. Sterkar , litríkar, fyndnar og jafnvel tragískar persónur er að finna í B5.
* SPOILER WARNING * SEASON 4-5 *
Hver vorkenndi ekki Garibaldi þegar hann varð víninu að bráð? Eða Lytu, Marcus, Londo o.fl. Í öðrum þáttum er sjaldgæft að aðalpersónurnar verði þetta illa úti.
Það er nefnilega ekki bara spurning um “heilsteypta” sögu heldur líka það að sagan sem sögð er í B5 er djúp og “raunveruleg”. Þ.e. maður trúir persónunum þó svo aðstæðurnar séu hreinn skáldskapur. Persónurnar eru _mannlegar_ (líka geimverurnar) og það færir söguna nær manni.