Star Wars Holiday Special [1978] Samtal -

A - “Hroooooooorrr!!”

b- “Grooooffl bruglrlrlr”

a - “brööööööflflflf Gnuurgl”

b - “Flpflpflpflpflp”

a - “VEEEEZZZFLUPPBFLUPPBLBUFLFLF!!!”

b - “mrmuuurrmmrmrmr”

c- “ Gnjééeeblubbblflfl?”

a - “Grerruuuu.. ÖÖÖÖRG!!”

b - “Diane Keaton”

nei grín. í raun og veru segir b - “ AaaarrrgggflflflHnooooj”

a - “Wrooooorrrrrr!!!”

b - “Wruuuuuuuuu!!!”

c - “Truuglgl?”

a - “Plumphnooooorrrr!!!!!”

[insert dramatísk mozaik tónlist]

b - “Bprflbprflbprflbprflbprflbprflbprflbprflbprflbprflbprflbprflbprflbprfl”

a - “Roooorrrgghhh”

b - “Glurgl”

a - “Vrormpfffff…”

b - “TrublublueeOOAARRrr!”

a - “Dorflblb?!?!?”

c - “Ehehehehehehe!”

b - “mlrpgflfOoorrrrrrghghg”

a - “uuurhhhglglorglrorr”

b - “hjuOooORRR”

a - “Quargkaldorf!!”

b - “PrlprorpffhGROOORRRoogfppsdksltrtrugghlflf”

a - “Hjrruurrr grurrfdghhrrl Roorrrr Blrlprpbl”

c - “Hjrruurrr grurrfdghhrrl Roorrrr Blrlprpbl?”

a og b- “Hjrruurrr grurrfdghhrrl Roorrrr Blrlprpbl!!”

c - - “Wraowoaoauoauoauaoauoauaouaoauow”

a - “hjuOooORRR FlEEnEJenENejejenoooo!”


o.s.frv.

Aftur og aftur og aftur og…

Ég veit varla hvar á að byrja í umfjöllun um þennan óskapnað. Hvers vegna myndi nokkur maður gera þetta? Hvað fær fólk til að láta svona hroða frá sér fara?

Star Wars Holiday Special var ein af allra fyrstu sellout gróðamyllum George Lucas, og líklega einnig sú fyrsta til að virkilega springa í fésið á honum. Myndin fjallar um hvernig félagarnir Hans Óli og Tóbakkstugga (Chewbacca) gera sitt besta til að koma “Chewie” heim til fjölskyldu sinnar fyrir “Life Day.”
Já, Life Day. Fyrir langa löngu í vetrarbraut fjarska fjarska fjarri voru engin jól, heldur hélt fólk “Life Day.” Þetta Life Day konsept er einnig það eina sem Lucas hafði fram að færa í þetta myndarafstyrmi.

Á leið sinni feta tvímenningarnir í gegnum mikið af lélegum og ílla upplýstum settum, falla í stock footage gildrur og verða meira segja að teiknimynd á tímapunkti (þeim íllskásta af mörgum hræðilegum). Verst að áhorfendur fá minnst að fylgjast með hættum og háskum þeirra tveggja, heldur eiginlega bara með fjölskyldu Chewbacca á heimaplánetunni.
Já… fjölskylda Chewbacca samanstendur af risaloðfeldinum Möllu, afanum Itchy og syninum Lumpy. Malla, Itchy og Lumpy. Er það ekki alveg í stíl við Chewbacca? Eru þetta kannski styttingar á Itchacoobacca? Og Lumpittibacca? Hver veit, ég er ekki mikill Vákafræðingur, og eftir að hafa fylgst með þessum kvikindum í heilar 97 mínútur skakklappast um híbýli sín (sem líta út eins og einhverskonar 70's pimpíbúð, nema í Aspen) þá langar mig að flá hvert einasta af þessum villidýrum og gjöra úr þeim pelsa. Eða jafnvel heilu skíðagallana.

Í þessari útgáfu eru engir skákkallar, heldur Cirque De Soleil. Ha?

Inn á heimili Vákanna flækjast síðan einhverjir aumingjans stormsveitar hermenn frá Veldinu sem gefa tækifæri til þess að skjóta inn nokkrum hálfkáralegum innskotum þar sem Star Wars heimurinn er sódómíseraður yfir hægum eldi.

Sjáið! Greedo dansa funky mjaðmadans við Beatrice Arthur á Cantínunni!
Heyrið! Carrie Fisher syngja, augljóslega stödd efst á tindi Kólumbískrar Snjósleðabrekku!
Hlægið! Þegar þið sjáið Mark Hamill berjast við að halda sér á fótunum, nýstaðinn upp úr sjúkrarúminu eftir að hafa lent í bílslysi og reynir að leika, uppdópaður á morfíni!
Undrist! Hvert plottið fór!
Gapið! Þegar þið sjáið Jefferson Starship stíga á stokk innan í gömlum endurmáluðum gettóblaster!
Grátið! Þegar þið uppgötvið að ég er ekkert að grínast, þetta er í raun og veru 97 mínútna langt!

Eftir að þessi Stjörnustríðs kroppinbakur leit dagsins ljós reyndi Lucas að grafa viðbjóðin í djúpa gröf gleymskunnar. Hann keypti alla masterana sem til voru af Holiday Specialinu og taldi þar með mannorð sitt hólpið. En neibb, einhver kjáni tók þáttinn upp og nú má nálgast eintak af “þessu” í flestum heimasíðum sem selja svokallaðar költmyndir.
Það hefur líklega verið upptaka af einni slíkri sem ég fékk í hendurnar í rafrænu formi og leyfi forvitnum að sækja sér í lok þessarar greinar.
Í upptökunni eru nokkrar stórskemmtilegar auglýsingar, meðal annars fyrir sokkabuxur, fjölmörg höfuðverkjalyf, bílaframleiðendur og meira segja stéttarfélag saumakvenna. Það ber vott um gæði Specialsins að maður hlakkar beinlínis til auglýsingahléanna.

Það má margt fleira skrifa um þennan úr sér vaxna skeinipappír, til að mynda hvernig hálsmenið í teiknimyndinni tengist restinni af myndinni, hvernig einn stormsveitarmaðurinn fer að því að missa byssu sína, reka síðan tána í hana og falla niður úr háu tréi og deyja eða bara hvað setningin “We don't want to have to hurt anyone!” þýðir í raun og veru… en ég hef þegar eytt of mörgum orðum á Star Wars Holiday Special. Ég hef hér með skrifað mig frá því.

Ekki horfa á þetta.