Já, það er alltaf þessi spurning um hvar munurinn sé á “heilbrigðum/normal” áhuga á gefnu hugðarefni og þeim áhuga sem fólk flokkar sem nördalega (= ákafa og djúpa sértæka), sérviskulega og/eða sjúklega.
Persónulega þykir Doktor Apa ekkert að því að vera “nörd” á ákveðnu sviði, t.d. er ég sjálfur mikill áhugamaður um Star Wars menninguna, sem og Lord of the Rings verkin, tölvuleiki og sitthvað fleira í sama dúr.
Einnig reyni ég að vera rökvís maður í hugsun minni, reyni að forðast að beita rökvillum og mælskubrögðum í stórum sem smáum viðfangsefnum. Af þessu mætti ef til vill draga þá ályktun að ég sé skringimenni, með hnausþykk gleraugu og grafíska reiknivél ævinlega í rassvasanum, en svo er þó ekki. Ég er nefnilega líka þeirrar skoðunar að maður þurfi ekki að bera það utan á sér hverslags hlutum maður hefur áhuga á, ég reyni því frekar að haga útliti mínu í þá átt að það sé smekklegt og gjöri mig myndarlegan. Ég skil ekki þá áráttu ýmissa “nörda” að hlutgera sig sem fanboyz, tökum sem dæmi ræfilslega unglinga að kópera útlit Kurt Cobains, ellegar alla þá endalausu stormtrooper wannabees sem maður sér á hverjum degi úti á götu. Jæja, ef til vill er ég farinn að þvaðra um hluti alls ótengdu hinu upprunalega umræðuefni, en hvað sem því líður þá langaði mig bara að tjá mig eitthvað út í loftið um nörda… kannski geri ég það af aukinni vísindalegri nákvæmni einhverntímann síðar!