Hvað er málið með að bögga JDM svona ógeðslega mikið á þessu áhugamáli. Þarf gaurinn að vera rakkaður niður þó hann skrifa illa og passi ekki upp á stafsetningu.

Ok, léleg stafsetning og léleg uppsetning yfir höfuð. Það er ástæða fyrir að segja að greinin sé ekki góð og að gera mætti betur. En hvað er málið með þessa gaura sem gefa sér leyfi til að segja að höfundurinn geti ekkert og eigi bara að hætta að senda inn greinar yfir höfuð. Hvernig væri að styðja aðeins við þá sem skrifa illa og ráðleggja þeim í staðinn fyrir að rakka niður sjálfstraust þeirra.

Mæli samt með að þú(JDM) hlustir á ráðleggingar frá öðrum notendum, þ.e.a.s. að bæta stafsetningu og hafa greinina þægilega í lesningu.

Og þeir sem mótmæla þessum korki með því að segja að höfundur hlusti ekki á mótmæli, eiga þá ekki(að mínu mati) að tala niðrandi til höfundar.