Bull og vitleysa. Það var búið að undirbúa borgarastyrjöldina löngu áður. Ef þú horfir á seríuna þá byrjar þetta á season 1. Straumþungin eykst í season 2 þegar Santiago forseti er ráðinn af dögum og nær hámarki þegar B5 lýsir sig óháð jörðinni.
Taktu sérstaklega vel eftir “Night watch” þræðinum sem kynnir inn Zack.
Svo ég segi það aftur: Það stóð ávallt til að B5 væri 5 ár í loftinu. Hvorki meira né minna.
Crusade var ekki beinlínis flopp. Framleiðslu þáttanna var hætt áður en þeir fóru í loftið.
JMS fékk frið til að gera 5 þætti áður en TNT stöðvaði framleiðsluna. Með því að gera nokkrar tilslakanir þá tókst honum að koma framleiðslunni í gang aftur. Voru þá gerðir nokkri af versu þáttum seríunnar þar sem JMS var ekki að skrifa það sem _hann_ vildi heldur það sem TNT vildi. Að lokum gafst JMS upp á stríðinu við TNT og skrifa 2 síðustu þættina sem hann fékk að framleiða eins og hann vildi hafa þá. Þannig eru til 7 almennilegir þættir.
Svo fór að þeir þættir sem TNT “eyðilagði” voru sýndir fyrst, þar með talin er fyrsti þátturinn, og er ekki annað hægt að segja en að þeir séu í meira lagi slakir. Síðustu fimm þættirnir hins vegar eru þeir fyrstu sem framleiddir voru og eru hiklaust þeir bestu og gefa B5 ekkert eftir.