Djöfull er ömurlegt hvað e1 og e2 voru leiðinlegar þá sérstaklega e2. Það var ekkert endilega það að maður var að búast við einhverjum óskarsverðlaunamyndum en samt eitthvað meira en einhverjar barnamyndir. OK ég viðurkenni að það hafi verið nokkrir cool(svalir/flottir) hlutir við e1 en það var Maul vondi gaurinn hann er bara massa kúl og bardagasenan í lokinn við Liam og Ewan var rosaleg en allt hitt var rusl í e2 sem var en verri var þó einn flottur hlutur og það var Jangoinn(Temura Morrison-snillingurinn frá nýjasjálandi) en that was it.
Ekki það að maður hafði samt ekki gaman af Star Wars. Gömlu myndirnar eru æðislegar.
Maður er samt drullu fúl yfir að hann ætli ekki að gera e7-9 og þó þær hefðu ekki verið jafn góðar og e4-6 þá væri samt gaman að sjá þær.
En það sem mér persónuleg myndi finnast skemmtilegast værra að þó að eigi ekki að gera e7-9 þá að gera myndir um t.d. Darth Maul (t.d. þangað til að e1 byrjar) eða um Jango Fett(að þeim tímapunkti er hann er fenginn í klónun) en þá fá einhvern annan en George gmala Lucas til að leikstýra þeim því hann virðist bara vilja gera smábarnamyndir í elli sinni.
Mér fannst til e5 og e6 (þ.e. Empire strikes back og Endurkoma Loga-Riddara) bestu myndirnar en þær voru enmitt ekki leikstýrðar af Lucas ef mig minnir rétt.