Ég er sammála þér. Þeir í RÚV eru fífl. Þeir hefðu allavega getað tilkynnt þetta klukkan 5 í staðinn fyrir að láta mann bíða í heilan hálftíma við að horfa á þetta íþróttarusl þangað til að hálftíma eftir að þátturinn á að byrja kemur tilkynning að þættinum var frestað.
Hvernig væri, og ég meina það, að hafa net-undirskriftarlista þar sem hægt væri að mótmæla þessu og afhenda RÚV hann. Ef það koma 10.000 manns inn á hann, þá byrja þeir að virða þáttinn miklu meira en þeir gera í dag. Ef við höfum sama eldmóðinn og við mótmælunum á þessum aukagjöldum á geisladiska, þá ætti að vera ekkert mál að fá marga inn á listann. Hvernig væru að þessir sem stjórna Star Trek áhugamálinu að setja lista. Ef þeir gera það ekki, ætti að reka þá sem stjórnendur vegna áhugaleysis á að fylgja málefnum okkar.