Þættirnir byrja alltaf í lok júní á Sci-Fi. Það eru 12 þættir sýndir, svo er pása fram í janúar.
Á Sky byrjar serían í september og klárast í einni bunu yfir veturinn. Það þýðir að í desember fer Sky framúr Sci-Fi og er því um mánuði á undan þar til serían er búin.
Hvort sem þeir eru sýndir á Sci-Fi eða Sky, koma þeir yfirleitt á netið daginn eftir.
Ég bý í USA og sé fyrstu 12 þættina á Sci-Fi en svo sæki ég alltaf Sky þættina á newsgrúppunni alt.binaries.stargate-sg1 og þarf því ekki að bíða neitt eftir þeim.
Hef aldrei skilið afhverju þetta er svona… en svona vilja þeir víst hafa þetta.
Ég kvarta svo sem ekki… með því að downloada þá slepp ég við auglýsingarnar :D
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.