Fyrir 10 mínútum stóð ég upp frá imbanum og átti erfitt með að anda, þessi þáttur er sá allra besti sem ég hef séð í 5.þáttaröð og eiga Bergman og vinir hrós skilið. Og vil ég þakka fyrir að loksins kom þáttur sem ég hafði gaman af. Plottið var bæði gott, fortíðin svoldið rugluð þar sem ég held að LCARS hafi ekki verið til þegar Annika var barn, en samt, gæti verið gömul útgáfa (BETA kannski?).
Enn og aftur var gaman að sjá gömlu rifflana í notkun, þótt nýja módelið sé flottara þá eru nokkur ár í að Voyager crewið fái að sjá þá.
Ég bíð svo spenntur eftir Part 2 að ég get varla beðið, eins og flestir vita þá vitum við hver bíður eftir Seven, þarna…..:)
En ég ætla að vera þægur og bíða í viku, kannski verð ég orðinn rólegur þá.
Hvernig fannst ykkur?