Þetta er vissulega ágætis bók, en þetta er ekki nýjasta B5 bókin (þó reyndur sé nýverið búið að endurútgefa hana).
Til eru 18 B5 bækur.
Fyrst voru gefnar út 9 stakar bækur (einmitt númeraður 1 til 9). The Shadow Within er #7 í þeim flokki. Nokkru seinna voru svo gefnir út 3 þríleikar (Psi Corps, Centari og Technomage).
Þríleikirnir eru allir byggðir á útlínum frá JMS höfundi B5 þáttanna og teljast því “canon” (þ.e. falla almennt að þáttunum og er hægt að líta á upplýsingar í þeim sem RÉTTAR). Almennt talin vera 95% canon (mistök eiga sér stað).
Af upprunalegu bókunum 9 þá er einungis sú níunda (To Dream in the City of Sorrows, fjallar um Sinclair eftir að hann hverfur úr þáttunum til að verða sendiherra á Minbar) sem er álíka canon (eða 95%). Enda skrifaði eiginkona JMS hana ef ég man rétt.
Af hinum 8 þá er The Shadow Within sú eina sem telst vera að einhverju leiti cannon. Talan 70% heyrst gjarnan.
Sama rithöfundur skrifaði svo Technomage þríleikinn og er þeim sem hafa gaman af The Shadow Within bent á þær bækur (og öfugt).