Við skulum nú ekki fara útí mjóróma nördarifrildi yfir hvor pabbinn lemji hinn, eða hvort Vader myndi vinna Picard í sjómanni.
Staðreyndirnar eru þær, einsog Atari segir, að hvaða lúsarskip sem er úr Trek myndi ganga frá hvaða skipi úr Wars sem er. Óhrekjanleg staðreynd.
Skip í Wars nota Laser vopn, og hafa skildi sem verjast Laserum. Það hefur verið tekið fram oftar en einu sinni í Trek að laserar séu gamaldags vopn, sem vinni ekki á skjöldum sem notaðir eru til að verjast phaserum. Punktur. Gera það bara ekki yfir höfuð. Það þýðir að sama hversu mikið sem Star Destroyer áhöfnin rembist, þá hefur skothríðin engin áhrif. Þetta snýst ekki einfaldlega um orkumagn og skotstyrk einsog þú sagðir, heldur tíðni, og tíðnisveiflur.
Að sama skapi hafa skildir Wars skipanna lítið uppá sig þegar kemur að því að verjast árásum Trek skipa. Phaserinn sker sig beint í gegn einsog heitur hnífur í gegnum smér, og ég er hræddur um að einfaldur skjöldurinn hafi lítið að segja á móti transporterum Voyagers, detti áhafnarmeðlimum þar í hug að fara að leika sér að því að geisla lykiláhöfnina út í opinn geiminn.
Miðað við þá orkulosum sem á sér stað við sprengingu photon torpedos hryllir mig líka við tilhugsuninni um hvað kæmi fyrir risavaxinn, en svo gott sem óvarinn Star Destroyerinn ef svo mikið sem eitt slíkt springi fyrir tilviljun í nágrenni hans, að ég tali nú ekki um að hann fái eitt beint í fangið.
Að lokum er niðurstaðan auðvitað sú að Star Trek hefur tækni sem byggð er á vísindalegum grunni á meðan að Star Wars er einfalt ævintýri fyrir börn á öllum aldri. Samanburður í því í rauninni fáránlegur, og viðurkenni ég hér með að hafa tekið þátt í fáránleikanum.
Kær “pabbi minn er miklu sterkari en pabbi þinn” kveðja,
v a r g u r<BR