Ég get ekki sagt að ég sé sammála. Voyager var lengi að komast á flug, og peak-aði að mínu mati í 3ja seasoni, þegar þeir voru að deala við Borg og Species 8472. Svo fóru þeir að bjaga Borg hugmyndina svo, gerðu þá að einhverjum ræflum. Þetta fór út í endalaust væl og vesin.
Og vertu ekki að tala mikið um ástarmál DS9, hvað með Tom og B´Lanna, Kim og 7/9 og fleiri, 7/9 og Chakotay, Chakotay og Janeway (gerðist aldrei neitt, en spennan var til staðar) Svo ég tali ekki um Lækninn og 7/9.
Eftir 4. eða 5. season var eins og þeir hefðu ekkert eftir til að fjalla um, Year of Hell var góður þáttur, og þátturinn þar sem þau festust í tómum geimi og fengu slatta af skipum til að vinna saman.
Lokaþátturinn var algjört crap. Og að vera að draga Deanna Troi og Reginald Barclay inn í þetta síendurtekið fannst mér fyrir neðan allar hellur.