Farscape eru þættir sem fjalla um John venjulega gaur frá okkar tíma. Hann er reyndar mjög klár og vinnur hjá Nasa eða eitthverju svoleiðis. Hann gerir tilraun um að nota þyngdar afla jarðarinnar til að mynda hröðun í geymnum. Þetta er hans eigin hugmynd og er mjög spentur yfir þessu, en tilrauninn mistekst, því ormahola opnast fyrir framan hann og hann endar einhverstaðar annarstaðar í himingeimnum. Hann lendir í miðri baráttu fanga um að losna úr fangelsi, en þeir eru fangar á Moyu, lífandi skipi sem er einnig fangi.
John er dreginn um borð í Moyu eftir að hafa lendt í árekstri við aðra flaug, en hún lenti á smástirni og fórst. John fær sprautu sem gerir honum kleypt að skilja allar geimverurnar. Svo óheppilega vildi til að flauginn sem lenti á smástirninu var stýrt af yfirmanni flotans sem er að reyna halda föngunum í haldi. Svo upp hefst mikil eltingar leikur á eftir föngunum og John sem ,,myrti" bróðir yfirmannsins.
Þetta eru mjög skemmtilegir þættir, mikil húmor og spenna. Ég mæli með því að kíkja á þá. Ég er búin með fyrstu 3 sísonin og bíð spennt eftir það fjórða kemur út á DVD.
Vona að þetta hafi svarað spurningu þinni!