Þetta stutta ágrip af sögu hins illa Cos Palpatine er að finna á Star Wars vefsíðu minni, sem verður bráðum opnuð á slóðinni www.jonsi.tk
Cos Palpatine
—————————————— ———
Heimapláneta: Naboo
Tegund: Manneskja
Kyn: Karl
Hæð: 1,73m
Vopn: Sith-eldingar
Pólitísk tengsl: Lýðveldið, Veldið
Önnur tengsl: Sith
Starf: Þingmaður, kanslari, keisari
Myndir: Episode I, II, III, V, VI
Leikari: Ian McDiarmid, Clive Revill (í Episode V)
—————————————————
Cos Palpatine byrjaði sem metnaðarfullur þingmaður plánetunnar Naboo. Þegar Viðskiptasambandið hertók heimaplánetu hans, lagði drottning plánetunnar, Amidala, fram tillögu um vantraust á Valorum, þáverandi kanslara Lýðveldisins.
Undir þá tillögu var tekið og var m.a. Palpatine tilefndur sem eftirmaður hans. Óafvitandi af illsku Palpatines, studdu hann flestir þingmenn og hlaut hann mikla samúð vegna hertökunnar á heimaplánetu hans. Það má hafa hjálpað til því hann var kosinn kanslari. Hann lofaði að koma á reglu og friði innan Lýðveldisins.
En tíu árum síðar hafði hann ekki enn efnt loforð sín. Embætti hans var ógnað af Aðskilnaðarhreyfingu undir stjórn Count Dooku og vildi Palpatine koma í veg fyrir stríð með samningaviðræðum. Það gekk ekki og það kom í ljós að Aðskilnaðarhreyfingin hafði Viðskiptasambandið á sínu bandi og þar með vélmennaher þess.
Palpatine þurfti þá neyðarvöld til þess að geta notað Klónaher. Þennan her hafði íbúar plánetunnar Kamino gert með Bounty Hunter að nafni Jango Fett sem fyrirmynd. Palpatine voru veitt þau völd og var fyrsta verk hans að virkja herinn. Herinn byrjaði á því að bjarga Obi-Wan Kenobi, Anakin Skywalker og Padmé Amidala úr klóm Count Dooku. Þetta var upphaf Klónastríðsins og tryggði það Palpatine ótakmarkað vald um áraraðir. Lýðveldið breyttist í Veldið, sem réð yfir vetrarbrautinni með herstjórn og illsku.
Palpatine afnam þingið meðan á Borgarastyrjöldinni stóð og kom valdinu yfir á ríkisstjóra og her Veldisins. Palpatine réð ásamt Sith-lærisveini sínum, Anakin Skywalker sem varð svo að Darth Vader eftir að hann gekk myrkravöldunum á hönd.
Nokkrum árum síðar kom fram ný ógn eða öllu heldur von, Luke Skywalker, sonur Anakins. Mátturinn var sterkur með Luke og Palpatine og Vader töldu að hann yrði “máttugur bandamaður” eins og þeir orðuðu það. Palpatine og Vader reyndu að snúa honum til Myrku hliðarinnar.
Luke fór á fund föður síns og Palpatines í Seinna Helstirninu þar sem Palpatine vildi koma Luke yfir á Myrku hliðina. Það fór ekki betur en svo að Darth Vader snerist til Ljósu hliðarinnar á ný og því réðst Palpatine á Luke með eldingum sínum. Vader tók þá til sinna ráða og henti Palpatine niður í kjarna Helstirnisins. Vader dó svo stuttu seinna sem Anakin Skywalker.
Palpatine var allur. Síðustu árin hafði myrka hliðin breytt útliti hans mikið hann hafði elst mikið og leit út eins og lík. En eftir dauða hans féll Veldið og Uppreisnarmennirnir formuðu nýtt Lýðveldi í svipaðri mynd og fyrra Lýðveldið.