Mér langar til að segja þér frá skemmtilegum Star Trek Fan club sem er staðsettur hér á landi.
Hann er hluti af stórum samtökum sem hafa bækistöðvar vestur í USA. Þessi samtök hafa teygt anga sína um allan heim og borið boðskap Star Trek til hinna ýmsustu heimshorna. Þar á meðal þessarar littlu eyju hérna norður í höfum.
Okkar littli hluti hér á landi er ekki stór hluti af heildinni, en hann fer óðum stækkandi. Nú í dag erum við komin með nálægt 30 skráða meðlimi sem taka þátt í hinu fjölbreytta starfi klúbbsinns. Til að mynda höfum við tekið okkur til við að aðstoða Rauða krossinn í hinum ýmsu verkefnum og hefur hann gefið okkur margt gott á móti. Ásamt góðgerðarstarfi erum við hress og kátur hópur fólks á öllum aldri sem gerir sér glaðan dag t.d. með útilegum á sumrin, keiluferðum, innanklúbbsíþróttaviðburðum ( vá langt orð ) og margt margt fleira.
Ef þetta littla ágrip af klúbbnum hefur kitlað nokkrar forvitnis-taugar, þá endilega líttu inn á heimasíðu klúbbsins:
http://www.usssaga.com
http://www.sfi.org