Hvað varð um þá óskrifuðu reglu að á internetinu á ekki að setja útá stafsetningarkunnáttu þáttakenda? Mér varð á í fyrndinni að gera þetta á póstlista og var baulaður í kaf og hefði sennilega verið laminn hefði ég verið í sama landshluta og aðrir póstlistaáskrifendur.
Internetið lifir á því að vera staður þar sem _allir_ geta tjá skoðun sína, hvort sem þeir tala viðkomandi tungumál eða ekki, hvort sem þeir eru kallar eða konur, svartir eða hvítir og hvort sem þeir kunna stafsetningu eða ekki.
Þó svo að viðkomandi hafi verið að gagnrýna þýðingar þá skal ekki gerð sú krafa að hann/hún kunni stafsetningu uppá tíu, hvorki íslenska né aðra. Fyrir utan að þessi gagnrýni var umbeðin og þess þó heldur hefði viðkomandi átt að tjá skoðun sína.
“Þetta er ekki í rauninni illa meint”.. hvað þá? Þú veist ekki einu sinni hvort sá sem skrifaði svona bjagaða ensku hafi nokkurn tímann lært ensku. Kannski var viðkomandi sjálflærður í ensku af sjónvarpinu (sem væri mjög aðdáunarvert) og hefði þar með engan grunn fyrir stafsetningu. Kannski var viðkomandi lesblindur og hafði einfaldlega ekki tök á að gera betur. Hvort sem svo var eða ekki skiptir ekki öllu máli, heldur að þú gast ómögulega vitað hverjar ástæðurnar voru og því finnst mér að þú hefðir átt að láta kyrrt liggja.
Bara mitt persónlega álit..
Arna