Frábær punktur hjá Atari.
Menn eru svo fljótir að æsa sig ef eitthvað breytist og hentar þeim illa.
Ég get ekkert séð að RÚV sé neitt verri að þessu leiti en aðrar sjónvarpsstöðvar.
Sem dæmi má nefna að RÚV sýndi Simpsons á sínum tíma á reglulegum basis, þar sem kom nokkura mánaða pása milli tímabila. Síðan fóru þeir á Stöð 2 og sáust ekki um lengri tíma og þegar þeir voru loks sýndir aftur þá voru þeir á fáránlegum tímum. Núna er tímasetningin fín hjá Stöð 2, nema að þeir eru farnir að skjóta inn helv$%&# auglýsingum inn í þættina.
Málið er að RÚV hefur reynt að sýna DS9 og VOY, svona nokkuð til skiptis. Þetta þýðir það að við erum nánast búin að vera með Star Trek non-stop hér á Fróni í 5-6 ár held ég. Úti í USA kemur margra mánaða pása á milli tímabila. Þess vegna held ég að við ættum ekki að gráta þessa 2-3 vikna pásu sem við fengum frá Star Trek.
Ég skil samt alveg gremjuna við nýju tímasetninguna þar sem margir hverjir eru ekki komnir heim fyrr en milli 18-19 á kvöldin og þá eiga sumir t.d. eftir að elda. Með því að sýna þættina á þessum tíma, þá er svolítið verið að stimpla þá sem barna- og unglingaefni. Ég er svo sem ekki að segja að börn og unglingar hafi ekki gaman af Star Trek, þvert á móti. Heldur er aldurshópurinn MJÖG breiður og ætti því frekar að hafa þáttinn á kvölddagskrá.
Well nóg í bili,
ADM Mundi