Ég var að spá hvort það sé eitthvað activity í Star Wars heiminum á íslandi.
Er einhver fanklúbbur eða eitthvað svoleiðis? Eru einhverjir að safna leikföngum? Eru einhverjir að teikna “fan art” eða skrifa sögur?
Ég og fleiri einstaklingar lögðum okkar að mörkum í íslenska fan menningu þegar við gerðum fan myndina Lords of the Sith. Önnur er í smíðum. Það vantar alltaf einhverja hjálp svo fólk getur alveg haft samband og sagt okkur frá sér. Við viljum endilega hafa fullt af fólki með, en það er að sjálfsögðu enginn peningur í spilinu þar sem það er með öllu bannað að gera fanmynd þar sem einhver fær borgað. Ég og aðalhönnuðurinn(sá eini í augnablikinu) erum byrjaðir að teikna concept sketcha og ég er að vinna í einhverri sögu, okkur langar svolítið til að gera mynd með söguþræði ólíkt síðustu mynd. Það má segja að hún hafi verið svona fyrsta test.
Það sem mig vantar helst núna eru:
1)Hugmyndasmiðir með gríðarlega þekkingu á Star Wars heiminum t.d. comics, myndirnar, bækur etc.
2)Teiknarar f. storyboard & concept art
3)3-d hönnuðir - módelera og textura hluti
4)Brellugaurar - brellur sem ekki eru unnar í tölvu, hingað til höfum við gert allt í tölvunni.
Svo er allt í lagi þótt menn nenni ekki að taka þátt að senda inn hugmyndir.
ég vill enfilega fá smá umræðu og gott feedback. Ég vill sjá hvar SW-Menning stendur á Íslandi.