The Drone er merkilega ágætur þáttur. En við erum orðin vön svo slappri handritsgerð að við skulum líta á það sem er EKKI gott í þessum þætti:

1)B'elanna segir að emitter-inn (sendirinn sem leyfir lækninum að rölta um eins og hann vill) sé frá frá 500 árum í framtíðinni. En læknirinn segir 400 ár.

2)Það er varhugavert í besta falli að þessi 29.aldar tækni, sem er í sendi læknisins, geti þróað Borg tæknina svo mikið áfram eins og hún virðist gera í þættinum. Nema að sendirinn hafi verið samansafn af öllu því sem tækni kunnátta 29.aldarinnar hefur fram að bjóða. “It's like sending a flashlight back to Christopher Columbus and expecting him to be able to figure out how to build an Uzi based on it.”

3)Sú ályktun að það að farga Drónanum muni koma í veg fyrir að Borgarnir sæki á Voyager er algert þvaður. Auðvitað munu Borgarnir hafa áhuga á því að sjá hvaðan hann kom…. af hverju.. Borgarnir vita núna um hann… (allir tengdir saman rétt). Sama þrátt fyrir að hann sé dauður þá hlýtur Voyager sjálfkrafa að verða orðið miklu safaríkara skotmark. Ef hann hefði lifað þá ætti Voyager meira möguleika á því að lifa af næstu tvö ár. Þó að við vitum að þau geti vaðið eld og brennistein, þá ætti þátturinn að vera a.m.k. skrifaður þannig að það sé góður möguleiki á einhverju hættulegu. Annars hættir þetta að verða spennandi.

4)Takið vel eftir þessum fanta flottu shield og phaser breytingum sem að Dróninn gerði á Voyager. Ýtti einhver á save takkann? Eða bookmarkaði einhver stillingunna? Stillti Dróninn tölvuna þannig að hún ætti að eyða öllum ummerkjum um stillinguna?
Ég er vitaskuld að gefa það í skyn að eins og margar aðrar súper-tækni skyndilausnir, mun Voyager áhöfnin líklegast gleyma þessu líka. Það er nú naumast sjálfsálitið….

by the way, ég safnaði þessum hugleiðingum saman á hinum ýmsu ST review síðum…. gemmér stig