Fyrst langar mig að gefa subunit-admin-inum massa rrrespect fyrir að skella þessu með þættina úr holodeckinu og yfir í raunveruleikann.

Mig langar að kitla ykkur í smá umræðu um framtíð Star Trek eftir Voyager.

Þættirnir:

Hvað finnst ykkur?
Hefur Star Trek verið á réttri leið?
Er búið að skrifa sig út í horn með núverandi Star Trek umhverfi (Dominion, Klingon, Borg…)?
Er málið að næsta Star Trek gerist í 29.öldinni? eða 22.öldinni?

Hugmyndir framleiðenda hingað til: (unofficial)
Mission Impossible meets Star Trek:
Sérþjálfuð “section 31 type” Star Trek deild sem að fer undercover og sér um dirty workið (mjög ó-StarTreklegt)

91210 meets Star Trek:
StarFleet Academy. Sætir strákar að eltast við einkannir, vandræði og enn sætari stelpur…. Athyglis vert í einn þátt kannski? En seriu…… getur einhver sagt “þreytt”?

endilega minnist þið líka á þær hugmyndir sem þið hafið heyrt um.


Myndirnar:
Viljum við meira en eina TNG mynd í viðbót?
Nokkrir leikarar í TNG virðast ekki hafa áhuga á því.

Hvað gerist eftir það?
Heldur Voyager/DS9 uppi mynd (ég veit hversu gaman það yrði en ég er að tala um raunhæfa möguleika, myndinni þarf að ganga vel í box office)?

Ég held að það gæti verið sniðugt, og nú þyrfti mar að hafa eitt stykki Rick Bermann eyra hérna, að prófa að gera Star Trek mynd eins og venjulega bíómynd.
S.s. Handvelja leikarana í myndinna, láta hana gerast í StarTrek heiminum og semja handrit sem er ekkert sérstaklega bundið við ákveðnar persónur……?
Undir þessum formerkjum er hægt að veita handritshöfundinum meira frelsi í handritinu…..
s.s. Ekki njörva hann niður við persónur sem að er búið að þaulkanna vel….

Jæja nóg komið að röfli. látið gamminn geysa!