Tókuð þið til dæmis eftir því að tímarufan sem Admiral Janeway skapaði var mynduð með hraðeindum (tachyons) en hingað til hafa tíðeindir (chronitons) verið notaðar við slíkt. Hraðeindir eru notaðar til að skapa þvervörpurásir, sem passar við nafnið HRAÐeindir, alveg eins og tímaglufur passa við nafnið TÍÐ- eða TÍMAeindir.
Svo er það líka með skimunarbúnaðinn og flutningstækin. Þeir annað hvort geta ekki skannað í gegn “vegna truflana” eða geislað í gegn “vegna of hárra jónasveifla í andrúmsloftinu”. Takið eftir því að stundum eru notað eitthvað einfalt og stundum ekki. Það passar ef truflanirnar koma frá “skauteindasendi með tvípólaðri sveiflutíðni” en ef truflanirnar eru bara “af því bara”, þá, alla vegana ég, fær maður ekki þessa nauðsynlegu “Suspension of disbilife” (Skrifaði ég þetta ekki rétt?) eða “að trúa hinu ótrúlega” tilfinningu.
Ég veit að mörgum finnst ég bara vera að kvabba út af enhverju ómerkilegu, og áður en þeir svara með látum, (farið á Klepp og látið sprauta ykkur niður :) ) hugsið aðeins um þetta. Og þeir sem eru sammála, endilega segið mér ykkar álit.
Af mér hrynja viskuperlurnar…