Ég er einn af þeim sem hef ekki séð 5. og 6. seríuna af Voyager. Mér finnst vanta umræðu um þættina sem er verið að sýna núna. Flott væri t.d. að skapa umræðu um hvern og einn þátt, greina þá aðeins og tala um sögurnar.
Tökum t.d. þáttinn á mánudaginn var, finnst ykkur ekki undarlegt að eftir 2. mánaða ferð þá fyrst rekast þeir á eithvað lífsmark í tóminu? Af hverju skylu þessum verum (sem ég man ekki í augnablikinu hvað heita) ekki hafa dottið í hug að sprengja upp göngin? Þetta virtist vera svo auðveld lausn. Hafið þið tekið eftir því í þáttunum að þegar verið er að ræða þætti í fortíðinni þá virðist fortíðin ekki ná lengra en til 21. aldarinnar. Ætli það hafi t.d. ekki verið neinir sjónvarpsþættir verið gerðir á 22. öldinni?
Að lokum Vitið þið hvar hægt er að kaupa Star Trek seríuna á DVD, Orginal þættina, TNG, DS9, VOY?