Gene Roddenberry, maðurinn sem að stýrði upprunanlegu Star Trek þáttunum og The Next Generation seríunni, sagði margoft að hann vildi með Star Trek, sýna 20. aldar fólki hvernig fólk mannkynið gæti orðið ef að okkur tækist að tortíma okkur ekki….

Síðan að hann lést árið 1991, áttaði Rick Bermann sig á því að hann hafði ekki þessa sýn og töfrana sem Gene hafði. Þess vegna hefur Rick komið með “sína útgáfu” af Star Trek, sem virðist vera að snúa hugmynd Gene við.

*Gene reyndi að draga okkur nær sinni hugmynd um hvernig fólk mannkynið gæti orðið*

*Rick Bermann er að reyna að draga sögupersónur Star Trek nær því hvernig mannkynið er í dag*

Gera Star Trek “raunverulegra”!?
Sú hugmynd hljómar frekar langsótt miðað við það að þátturinn fjallar um “geimverur með skrítin eyru, varpkjarna og hambreyta”.

Vissulega hefur þetta átt rosalegan þátt í að skipta út áhorfendahópnum. Áhorfendatölur hafa verið á STÖÐUGRI niðurleið alveg síðan að Next Generation fór úr loftinu. Og Rick Bermann og Paramount klóra sér í hausnum og vita ekkert hvað þeir eiga að gera.
Ekki ennþá hefur þeim dottið í hug að draga aftur hugmyndafræði Gene inn í spilið. Og ef ég þekki Hollywood rétt þá mun Paramount þynna Star Trek út til hins ýtrasta áður en einhver svæfir gamla hundinn.

En Patric Stewart, Brent Spiner og góður þverskurður af leikaraliðinu úr öllum þrem þáttunum hafa verið að pressa á Paramount til að fá þá til þess að skipta út framleiðendunum. Bæði beint og óbeint hefur pressunni verið beitt.
Patric Stewart, Brent Spiner og Robert Beltran meðal annars hafa sagt miður góða hluti um stefnuna sem Star Trek hefur verið að taka í fjölmiðlum. Einnig hefur frést af hörðum baráttum innan Paramount myndversins.

Ekki miskilja mig, ég kann vel við Star Trek, þrátt fyrir að ég hafi ekki jafn gaman að þáttunum og ég gerði.
Sumir myndu kannski segja “hættu þá að horfa á þættina og rugla í okkur, við höfum gaman að þeim”. En ég hafði það gaman að The Next Generation og langar að sjá Star Trek sem ÞORIR í staðinn fyrir Star Trek sem að:

a)er að dvína örlítið með hverju árinu.
og
b)hefur sjaldan sem aldrei verið með minna áhorf.


Star Trek Elite Force er með skemmtilegra plotti en ég hef séð frá Voyager síðan 5 ár. Reyndar hlýtur að vera gaman að vera ekki videoleigu og download nörd eins og ég. Því að þá er allt 5 Season eftir.

Og með því langar mig til að enda á jákvæðu nótunum og nefna nokkra góða Voyager þætti sem eru í 5 seasoni:

In The Flesh (#4)
Timeless (#7)
Counterpoint (#10)
Latent Image (#11)
Bliss (#11)
Dark Frontier (#15 & 16)
Juggernaut (#21)
Relativity (#24)

p.s. af hverju fáum við ekki að setja upp svona Rúv airdate dagskrá með smá lýsingum af þættinum og svoleis…… Þá væri alltaf hægt að sjá inn á svæðinu hvaða þátt þeir sýna næst :)