Er ég eitthvað nörd :), eða er Janeway hreinlega verst skrifaða aðalhlutverk í sögu Star Trek… Annað hvort það eða þá að hún á í verulegum erfiðleikum með að vera samkvæm sjálfri sér.

Hér koma nokkur dæmi um hvernig Janeway hagar sér.


1.
í eitt skiptið:
a)Janeway lækkar Paris í tign fyrir að brjóta reglur Starfleet, þrátt fyrir að hún viðurkenni að tilgangurinn var góður.

í annað skiptið:
b)Janeway segir “til fjandans með reglurnar” því að tilgangurinn er góður.


2.
í eitt skiptið:
a)Janeway neyðist til þess að takast á við tilfinningar sínar gagnvart Chakotay þegar þau eyða nokkrum vikum ein saman á plánetu og finnur sig í nærveru hans.

í annað skiptið:
b)Löngu eftir að hafa hafnað nánari sambandið við Chakotay áþ þeim forsendum að það muni veikja stöðu hennar sem leiðtoga ákveður Janeway að það muni ekkert veikja stöðu hennar að hefja ástarsamband við heilmynd (hologram)


3.
í eitt skiptið:
a)Janeway er rödd skynseminar sem að segir að ofbeldi leysi engan vanda og virðist ófær um að skilja hluti eins og hefnd. Einnig hefur hún alltaf lagt mikið upp úr því að leggja ekki áhöfnina og skipið í hættu að óþörfu.

í annað skiptið:
b)Janeway, í einum afmörkuðum þætti, virðist vera orðin óð af bræði, vegna þess að annar Kapteinn í Starfleet hafði yfirgefið hugsjónir Starfleet, og leggur skipið og áhöfn í mikla óþarfa hættu.

Ég geri mér grein fyrir því að þessi trix henta vel til þess að gera einstaka þætti.
En þessir fuglar verða að hafa það í huga (hehe) að hörðustu áhorfendurnir, sem eru þeir sem að skipta peningalega mestu máli fyrir þá, horfa á Star Trek þátt eftir þátt. Og svona persónusköpun hljómar alls ekki trúverðuglega.