Alpha Quadrant = Alfa-fjórðungurinn (Kardassar, Bajorar, Menn.)
Beta Quadrant = Beta-Fjórðungurinn (Rómúlar, Klingonar)
Delta Quadrant = Delta-Fjórðungurinn (Borg, Malonar, Kazonar, Vidiianar, Hírogenar)
Enterprise = Mörg skip hafa heitið því nafni gegnum tíðina og mörg frægustu skip Stjörnuflotans hafa heitið því. Ástæðan fyrir því að öll Enterpries-in hafa sama skráningar# er sú að menn vildu halda uppi goðsögnunum um Kirk og félaga (NCC - 1701)
Gamma Quadrant = Gamma-fjórðungurinn (Vorta, Jem’hadar, Hamskiptingar eða Shapeshifters.)
Matter/Antimatter reaction = Efna/Andefnahvörf. Þegar efni og andefni lendir á hvort öðru myndast gífurleg orka og bæði leysist upp og verður að gamma-geislun.(sjá Warp Core)
Quadrants, the = Fjórðungar vetrarbrautarinnar eru fjórir: Alfa, Beta, Gamma og Delta en allt eru það stafir úr gríska stafrófinu.
Star Fleet = Samtök innan Plánetusambandsins sem sjá um hernaðar, könnunar og rannsóknarstörf.
Star Trek = Sjónvarpsþáttaería sem hóf göngu sína, upprunalega til að vinna gegn fordómum og skoða heimspekilegar hliðar á ferðum til geimsins og samskiptum við geimverur.
Trekker = Orð sem Star Trek aðdáendur fundu upp á móti orðinu „Trekkie” til að kæfa það.
Trekkie = Gamalt orð sem notað var hér áður fyrr sem niðrandi orð um Star Trek aðdáendur.
United Federation of Planets, the = Plánetusambandið. Friðsamlegt bandalag hundruða tegunda. Geimur þess er á mörkum Alfa- og Beta-fjórðungs.
Warp Core = Vörpukjarni, aðal orkugjafi stjörnuskipa Stjörnuflotans. Einnig kallaður Matter/Antimatter reaction Assembly (skammstafað M/ARA) eða Efna/Andefnahvarfaklefi.
Roddenberry, Gene = Höfundur Star Trek. (Takk fyrir Gene).
LCARS = Stytting á Library Computer Access and Retrieval System eða Aðgangskerfi fyrir gagnasafnstölvur eða eitthvað álíka. (AFGAST)
Diagnosis = Einnig kallað Analysis. Greining á annaðhvort tölvukerfum eða sjúklingum.
Hologram = Almynd, heilmynd, sýndarmynd. Snertanleg fyrirbæri úr ljósi og orkusviðum. Fundið upp á 24. Öld.
Phaser = Feiser, geislabyssa, fasageisli. Vopn notuð á síðari hluta 23. aldar og fram.
Sendið endilega inn meira.
Af mér hrynja viskuperlurnar…