The Vong koma fyrst til sögunnar nokkrum árum eftir TMP þar sem Obi -Wan fer með Anakin til plánetu þar sem Jedi Riddari að nafni Vergere hvarf sporlaust. Íbúar plánetan, Zonama Sekot eru frægir fyrir þá list að rækta lifandi geimskip sem verða hluti af flugmanninum.
Það kemur aldrei beint fram að The Vong hafi komið þarna, en það er gefið óbeint til þeirra sem hafa lesið The New Jedi Order bækurnar, því Vergere kemur fram í þeim bókum sem aðstoðarkona Vong prinsessu, sem hjálpar vinum okkar og Jedi-riddurunum án þess að Vong komast að því. Samt er hún ekki á leiðinni að skipta um hlið í stríðinu á milli Nýja Lýðveldisins og Vonganna.
En aftur að Vongunum, mörgum áratugum eftir Return of The Jedi, þá er friður í Vetrarbrautinni, hundruðir Jedi Riddara eru nú til aðstoðar fólkinu og eru aftur orðnir að stórum hóp.
En þá koma Vongarnir, geimverur frá annari vetrarbraut í lifandi kóralskipum og fylgja skipunum guða sinna og afneita allri tækni og eru tæki ekkert nema guðlast fyrir þeim. Það sem kemur öllum mest á óvart, og mest Jedi-Riddurunum er að Vongarnir eru ekki til í Mættinum.
Í stað fyrir að taka boði Lýðveldisins um að bjóða Vongana velkomna sem vini þá ráðast þeir á Lýðveldið, og stendur það stríð í mörg ár og í lokin eiga Vongarnir yfir 70% Vetrarbrautarinnar, og drepa og hneppa milljarða í þrældóm. Lýðveldið á örfá skip eftir og eftir fall Coruscant flýr Lýðveldið á aðra plánetu þar sem allir vita, en viðurkenna ekki að þeir eiga enga möguleika á að halda, Lýðveldið hefur gefist upp og ætlar að flagga hvíta fánanum.
En vinir okkar segja nei, þeim tekst að halda plánetunni í 2 skipti, þar sem öll rök sýndu fram á að þeir myndu aldrei vinna.
Þetta verður til þess að Luke, Mara, Leia, Han, Wedge og fleiri stofna nýtt Rebellion. Leia og Han sem hafa barist í svo mörg ár eru ekki tilbúin til að fleygja öllu, sérstaklega ekki núna eftir að hafa misst son sinn Anakin í leynilegri aðgerð inn í höfuðstöðvar Vonganna sem honum tókst að fullfylla. Og eftir hvarf Jacens, tvíburasonar þeirra, sem talinn er dáinn eða í haldi Vonganna.
Luke og Mara hafa getið strák, sem þau skýrðu Ben Skywalker og eru ekki tilbúin að fórna lífi hans.
Sagan er ekki komin lengra en þetta og vona ég að þið hafið fundist þessi grein skemmtileg lesning.